11. Maí. 2022

Lestur fyrir Úkraínu á föstudaginn

Þjóðleikhúsið og bókaforlagið Bjartur efna til viðburðar til styrktar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu. Leikarar Þjóðleikhússins lesa úr úkraínsku skáldsögunni Dauðinn og mörgæsin sem nýlega var endurútgefin af Bjarti og þýðandinn Áslaug Agnarsdóttir segir frá úkraínska höfundinum Andrej Kúrkov.

Áslaug Agnarsdóttir þýðandi kynnir skáldsöguna Dauðann og mörgæsina eftir Andrej Kúrkov sem var nýverið endurútgefin á íslensku hjá bókaforlaginu Bjarti og leikarar úr Þjóðleikhúsinu lesa valda kafla úr bókinni. Bókin verður til sölu á staðnum.

Aðgangseyrir er aðeins 1.000 kr., en hægt er að bæta framlagi við í kaupaferli, auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum á staðnum. Aðgangseyrir og framlög renna óskipt til neyðaraðstoðar í Úkraínu, ásamt öllum ágóða af bók- og veitingasölu um kvöldið.

Kaupa miða hér

.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími