31. Maí. 2023

Leikskólabörnum boðið að sjá Ég get

Á hverju ári býður Þjóðleikhúsið elstu deildum leikskóla í heimsókn. Í ár munu um 2000 börn sjá leiksýninguna Ég get. Þetta er 15 árið i röð sem Þjóðleikhúsið býður elsta árgangi leikskólabarna á sýningu. Auk þess að sýna í Þjóðleikhúsinu verður farið með sýninguna víðs vegar um landið og leikskólar heimsóttir á landsbyggðinni.

Ég get er ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar. Þar kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Sýningin er skemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn.

Þess má geta að Ég get var tilnefnd til Grímuverðlaunanna leikárið 2017/18. Leikstjóri sýningarinnar er Björn Ingi Hilmarsson og leikarar eru þau Þórey Birgisdóttir og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími