Kynning á fjölbreyttu leikári Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið býður upp á skemmtilega kynningu á komandi leikári í Leikhúskjallaranum í hádeginu föstudaginn 8. september. Þjóðleikhússtjóri og listamenn hússins veita einstaka innsýn í dagskránna framundan. Boðið verður uppá kaffi og létta hressingu.
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri kynnir fjölbreytt og spennandi leikár 2023-2024, ásamt listafólki Þjóðleikhússins. Meðal listamanna sem koma fram eru Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Ebba Katrín Finnsdóttir. Dagskráin stendur frá kl. 12.15 til 12.45, en húsið opnar kl. 11.45. Gestum er velkomið að sitja áfram og spjalla að kynningu lokinni. Nálgast má kynningarblað leikhússins á staðnum.
Aðgangur er ókeypis en áhugasamir þurfa að skrá sig fyrir miðum. Hámark fjórir miðar á pöntun. Við hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu!
Skrá mig