12. Mar. 2021

Kafbátur. Nýtt íslenskt barnaleikrit!

Nýtt íslenskt barnaleikrit, Kafbátur, verður frumsýnt í Kúlunni 20. mars en leikritið var valið úr 150 verkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir barnaleikritum á síðasta ári.

Gunnar Eiríksson, leikari og leikskáld (mynd: Jóhann Eirisíksson) Gunnar Eiríksson, leikari og leikskáld (mynd: Jóhann Eiríksson)

Höfundurinn, Gunnar Eiríksson, starfar sem leikari og leikstjóri í Noregi. Kafbátur gerist í óræðri framtíð, í heimi sem er sokkinn í sæ. Ýmsar bráðskemmtilegar persónur koma við sögu og verkið snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar.

Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát í ókominni framtíð, eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Heimasmíðaði kafbáturinn er heil ævintýraveröld, fullur af skrýtnum uppfinningum. Pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur um lífið hér áður fyrr, meðal annars um mömmu Argentínu sem þau feðginin eru að leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.

Kafbátur er ævintýralegt og spennandi leikrit sem getur hvatt unga sem aldna til umhugsunar um heiminn sem við lifum í, um vináttuna og fjölskyldur af ólíku tagi. Umgerð verksins er sérlega skemmtileg áskorun fyrir leikmyndahöfundinn, enda gerist verkið neðansjávar í heimasmíðuðum kafbát, þar sem íbúarnir þurfa að bjarga sér með hugmyndaríkum og skemmtilegum uppfinningum.

 

NÁNAR UM KAFBÁT
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími