24. Mar. 2021

Allar sýningar Þjóðleikhússins falla niður næstu þrjár vikur

Því miður munu allar sýningar í Þjóðleikhúsinu falla niður næstu þrjár vikurnar í samræmi við nýjar sóttvarnarreglur. Allir miðaeigendur munu fá tölvupóst um hvernig sýningarhaldi verður háttað þegar nánari upplýsingar liggja fyrir.

Við munum nýta tímann vel til þess að huga að komandi verkefnum. Nashyrningana hefði með réttu átt að fumsýna nú um helgina og sú sýning nánast orðin fullsköpuð hjá listrænu teymi og leikurum. Ljóst er að um mikið sjónarspil verður að ræða hjá leikstjóranum Benedikt Erlingssyni og hans góða teymi á þessu frábæra verki Ionescos.

Við hlökkum því mjög til að sjá ykkur aftur í leikhúsinu þegar aðstæður leyfa. Farið vel ykkur þangað til.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími