17. Maí. 2021

Hvert er eftirlætis íslenska leikhúslagið þitt?

Undanfarin fimm ár hafa Sinfóníuhljómsveit Íslands og RÚV efnt til glæsilegra tónleika undir yfirskriftinni Klassíkin okkar sem hafa notið mikilla vinsælda. Þann 3. september verða sjöttu tónleikarnir með þessari yfirskrift haldnir í Hörpu og að þessu sinni verður athyglinni beint að leikhústónlist. Því bætist Þjóðleikhúsið í hóp aðstandenda tónleikanna þetta árið.  Í tengslum við viðburðinn er nú efnt til kosningar um vinsælasta lagið úr íslenskri leiksýningu gegnum árin. Vitaskuld er af mörgu að taka en heyra má nokkur dæmi á síðu verkefnisins, úr sýningum allt frá frumkvöðlaárum íslensks leikhúss og til allra síðustu ára. Þátttakendum býðst einnig að velja önnur lög en þau sem hér eru tilgreind.

Hægt er að velja 1-5 lög af listanum og lagið sem ber sigur úr býtum hljómar í beinni útsendingu úr Hörpu þann 3. september í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og frábærra tónlistarmanna. Kosningin stendur til 15. júní. Athugið að einnig er hægt að bæta við tillögum að eigin vali enda er listinn langt frá því að vera tæmandi.

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, RÚV og Þjóðleikhússins.

TAKA ÞÁTT Í KOSNINGU
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími