12. Okt. 2022

Húsfyllir á málþingi um samfélagsleg áhrif birtingarmynda í sviðslistum

Vel var mætt á málþing um samfélagsleg áhrif birtingarmynda í sviðslistum sem haldið var á Stóra sviði Þjóðleikhússins í gær og umræður voru afar hugvekjandi og upplýsandi. Alls voru fluttar 10 framsögur og í kjölfarið var boðið upp á pallborðsumræður þar sem dregnir voru fram ýmsir fletir sem hjálpa til við að varpa ljósi á mikilvægi inngildingar og stöðu fatlaðra í sviðslistum. Framsögufólk var flest úr röðum fatlaðra og það var áhrifamikið að heyra þau deila sinni reynslu og sinni sýn á málefnið. Umræðunni er síst lokið en það er von allra sem að málþinginu stóðu að það hafi skapað jákvæðan grundvöll til frekari samræðna og umbóta til framtíðar í sviðslistum og samfélaginu öllu.

Framsöguerindi fluttu Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri frá Þroskahjálp, Jóhanna Ásgeirsdóttir og Elín S.M. Ólafsdóttir, frá List án landamæra, Þorsteinn Sturla Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, frá Tabú, Karl Ágúst Þorbergsson, sviðslistamaður, Sigríður Jónsdóttir, söngvari og meðlimur í Tabú, Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, fjölmiðlakona, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, sviðshöfundur, Ólafur Snævar Aðalsteinsson, frá Átaki. Fundarstjórar voru Margrét Norðdahl og Haukur Guðmundsson.

Að málþinginu stóðu Þjóðleikhúsið, ÖBÍ réttindasamtök, Landssamtökin Þroskahjálp, Bandalag íslenskra listamanna, Sviðslistasamband Íslands og Listaháskóli Íslands. Dagskrá málþingsins og val á frummælendum var ákvörðuð af samráðshópi sem skipaður var einum fulltrúa frá hverjum samstarfsaðila.

Stefnumótun Þjóðleikhússins á sviði inngildingar

Þjóðleikhúsið kynnti fyrir skemmstu að vinna væri hafin við stefnumótun á sviði inngildingar og sú góða umræða sem fór fram á málþinginu mun reynast dýrmætt veganesti á þeirri leið.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími