05. Nóv. 2020

Faustas Latenas tónskáld

Hinn rómaði leikstjóri Rimas Tuminas setti upp fimm sýningar í Þjóðleikhúsinu sem vöktu mikla hrifningu og höfðu afgerandi áhrif á íslenskt leikhúslíf. Í listræna teyminu var tónskáldið Faustas Latenas tónskáld sem lést í gær. Þjóðleikhúsið sendir fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur, með þakklæti fyrir framlag hans til íslensks leikhúslífs. Sýningarnar sem um ræðir og Faustas samdi fallega tónlist við eru Mávurinn (1993), Don Juan (1995), Þrjár systur (1997),  Kirsuberjagarðurinn (2000) og Ríkharður III (2003). Sýningar Rimasar og samstarf hans og félaga hans frá Litháen við íslenskt leikhúslistafólk höfðu mikil og örvandi áhrif á íslenskt leikhúslíf. M.a. hélt Vytautas Narbutas leikmyndahöfundur áfram að starfa hér og hefur gert fjölda magnaðra leikmynda í íslenskum leikhúsum. Faustas Latenas hafði mikil áhrif í litháísku leikhús- og tónlistarlífi, gegndi ýmsum ábyrgðarstöðum og samdi tónlist af ýmsu tagi, en einkum fyrir leikhúsið, eða fyrir hátt í tvö hundruð leiksýningar í Litháen og víðar. Hann vann til fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leikhústónlist sína í heimalandinu og á alþjóðlegum leiklistarhátíðum. Hér má sjá ljósmyndir úr sýningunum í Þjóðleikhúsinu og hlýða á tónbrot eftir Faustas Latenas.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími