15. Jún. 2023

Ellen B. valin sýning ársins á Grímunni

Það var mikið um dýrðir þegar glæsileg uppskeruhátíð sviðslistafólks. Gríman, var haldin í Borgarleikhúsinu þann 14. júní. Alls hlutu sýningar Þjóðleikhússins sjö grímuverðlaun. Ellen B. eftir Marius von Mayenburg var valin sýning ársins og Draumaþjófurinn barnasýning ársins.
Nafnarnir Benedict Andrews og Benedikt Erlingsson hlutu grímuverðlaun sem leikstjóri og leikari ársins í aukahlutverki, fyrir Ellen B. Nína Dögg Filipusdóttir hlaut grímuna fyrir leik í aðalhlutverki í Ex. Hallgrímur Ólafsson hlaut einnig grímu fyrir leik í aðallutverki fyrir hlutverk sitt sem Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni. Unnsteinn Manúel fékk verðlaun fyrir hljóðmynd í Íslandsklukkunni, en sýninguna vann leikhópurinn Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Þess má einnig a geta að Arnar Jónsson var sæmdur heiðursverðlaunum Grímunnar og honum óskum við innilega til hamingju, sem og öllum Grímuverðlaunahöfum kvöldsins. Um leið þökkum við fyrir einstaklega ánægjulegan leikhúsvetur og hökkum til að sjá ykkur næsta haust


Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími