19. Nóv. 2021

Boðið upp á táknmálstúlkaðar sýningar í Þjóðleikhúsinu

Hraðar hendur og Þjóðleikhúsið munu bjóða upp á þrjár táknmálstúlkaðar leiksýningar og sýningar með táknmálsaðgengi í Þjóðleikhúsinu í vetur. Sú fyrsta, Út að borða með Ester, sem jafnframt er hluti af Hádegisleikhúsröð Þjóðleikhússins, verður á morgun. Einnig verður boðið upp á táknmálsaðgengi að sýningu á Kardemommubænum og táknmálstúlkun á sýningunni Góðan daginn Faggi sem sýnd hefur verið við góðan orðstír í Þjóðleikhúskjallaranum

Táknmálstúlkarnir Arnar Ægisson og Ástbjörg Rut ásamt leikurum sýningarinnar þeim Sigurði Sigurjónssyni og Guðrúnu Gísladóttur.

Ástbjörg Rut Jónsdóttir, táknmálstúlkur og sviðslistakona hefur um árabil starfað við að táknmálstúlka leiksýningar og tónlistarviðburði. Nú hefur hún, í samstarfi við fræðsludeild Þjóðleikhússins, ákveðið að efna til þriggja táknmálstúlkaðra sýninga í vetur. „Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðeins einn sýningardagur er í boði af hverju verki. Fyrir sýningu á Kardemommubænum býð ég táknmálstalandi leikhúsgestum sýningarinnar upp á það að fara yfir sögu verksins og syngja með þeim nokkur lög úr sýningunni á táknmáli. Á sýningardaginn kíkjum við svo í heimsókn í leikhúsið, fáum leiðsögn um leikmyndina og hittum persónur verksins stuttlega. Sýningin er ekki táknmálstúlkuð, en ég verð á staðnum meðan á sýningu stendur. Döff fólki og þeirra vinum og vandamönnum býðst sérstakur korta-afsláttur á þessar sýningar.“

Sýningadagar:

Laugardaginn 20. nóvember kl. 12.00

Út að borða með Ester í Hádegisleikhúsinu, táknmálstúlkuð af Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Arnari Ægissyni. Leikarar: Guðrún Gísladóttir og Sigurður Sigurjónsson. Innifalið í miðanum er súpa og brauð. Sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum
Verð: 2.730 (fullt verð 3.900)

Sunnudaginn 9. janúar kl. 12.00
Kardemommubærinn, fjölskyldusýning.
Sýningin er ekki táknmálstúlkuð, en Adda Rut mun verða á staðnum meðan á sýningu stendur.
Sýnt á Stóra sviðinu Verð: 4.130 (fullt verð 5.900)
Sendið póst á hradarhendur@gmail.com til að kaupa miða

Miðvikudaginn 9. febrúar
Góðan daginn faggi, sjálfs-ævisögulegur söngleikur, um skömm, mennsku og drauminn um að tilheyra.
Táknmálstúlkað af Ástbjörgu Rut Jónsdóttir
Flytjendur: Bjarni Snæbjörnsson og Axel Ingi Árnason
Sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum
Verð: 3.430 (fullt verð 4.900)

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími