13. Des. 2022

Aukasýning Pussy Riot í janúar komin í sölu

Eftir einstaklega vel heppnaða sýningu Pussy Riot í nóvember síðastliðnum, þar sem færri komust að en vildu, hefur tekist að tryggja aðra sýningu í janúar og miðasala er hafin. Sýningin, sem er sambland af tónleikum, gjörningalist og pólitískum viðburði, snart gesti Þjóðleikhússins djúpt og hreyfði við þeim á einstaklega kraftmikinn hátt. Nú gefst þeim sem misstu af í nóvember tækifæri til þess að sjá herlegheitin.

Sýning Pussy Riot hefur verið sýnd víðs vegar um Evrópu og hlotið mikla athygli og lof. Sýningin var að hluta til æfð og þróuð í Þjóðleikhúsinu nú á vordögum, rétt eftir að Masha Alyokhina forsprakki hópsins kom sér hingað undan klóm rússnesks óréttlætis.

Sýningin er skipulögð í samhengi við fyrstu yfirlitssýningu Pussy Riot sem enn stendur yfir í Kling & Bang í lok nóvember.

Kaupa miða

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími