Aðgengi vegna framkvæmda við Hverfisgötu
Vegna gatnaframkvæmda við Hverfisgötu eru tálmanir við aðalinngang Þjóðleikhússins og aðkoma bíla verður um Lindargötu.
Þjóðleikhúsið
Vegna gatnaframkvæmda við Hverfisgötu eru tálmanir við aðalinngang Þjóðleikhússins. Við bendum gestum á að aðkoma bíla verður um Lindargötu, norðanmegin við húsið, á meðan á framkvæmdum stendur. Hægt er að fara fótgangandi frá Lindargötu í gegnum Lýðveldisgarðinn austanmegin við húsið, eða um sundið meðfram vesturhlið, að aðalinngangi.
Lyfta fyrir hreyfihamlaða er austanmegin við húsið og er aðgengi að henni einnig frá Lindargötu á sýningardögum. Sérmerktum bílastæðum hefur verið komið fyrir við lyftuna.
Framkvæmdirnar eru á vegum Reykjavikurborgar en upplýsingar um þær má finna hér:
https://reykjavik.is/…/hverfisgata-endurnyjud-i-sumar-milli…
Skerðingu á þjónustu strætisvagna má finna hér: https://www.straeto.is/is/leidakerfisbreytingar-2019
Við biðjum gesti velvirðingar á þessum óþægindum, og þökkum fyrir sýndan skilning.