20. Ágú. 2019

70 ára afmælisleikár er hafið!

Fjölbreytt og spennandi leikár, sem hefst með óperu, nýju íslensku verki, barnaleikriti, unglingaleikriti og stórsýningu fyrir alla fjölskylduna!

Þjóðleikhúsið fagnar 70 ára afmæli á þessu leikári, en Þjóðleikhúsið var vígt sumardaginn fyrsta 20. apríl árið 1950.

Afmælissýningin, hið elskaða leikverk Thorbjörns Egners Kardemommubærinn , er helguð glæsilegri 70 ára sögu barnasýninga í Þjóðleikhúsinu. Verkið er nú sett upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn, allt frá því það var frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins árið 1960.

Fjöldi spennandi leikverka af ólíku tagi verða á boðstólum á leikárinu, og má nánar fræðast um sýningarnar hér.

Leikhúskortasalan er hafin og við minnum á að það margborgar sig að kaupa Leikhúskort . Þú nýtur betri kjara, færð fréttirnar fyrst og þér berast ýmis spennandi tilboð.

Vegna gatnaframkvæmda á Hverfisgötu er aðgengi að miðasölu og Stóra sviðinu frá Lindargötu, fram að verklokum sem eru áætluð í september.

Við hlökkum mikið til leikársins og vonumst til að sjá þig í leikhúsinu á skemmtilegu, fjölbreyttu og spennandi leikári!

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími