/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Leikari
/

Þuríður Blær Jóhannsdóttir útskrifaðist af leikarabraut LHÍ árið 2015. Hún leikur í Taktu flugið, beibí og Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér í Draumaþjófnum, Eddu og Ást Fedru. Hún var fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá útskrift, þar til hún gekk til liðs við Þjóðleikhúsið. Meðal hlutverka Blævar í Borgarleikhúsinu eru Nína í Mávinum, titilhlutverkið í Sölku Völku og strákurinn í Himnaríki og helvíti. Blær hefur einnig farið með burðarhlutverk í ýmsum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, m.a. Villibráð, Ráðherranum, Flateyjargátunni, Svaninum og Heima er best. Hún kemur reglulega fram með rapphljómsveit sinni Reykjavíkurdætrum. Blær var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í Himnaríki og helvíti og Helgi Þór rofnar.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími