Sigrún sér um tónlist í Geim-mér-ei í samstarfi Þjóðleikhússins og Miðnættis.
Sigrún Harðardóttir lauk BMus frá Listaháskóla Íslands 2011 og MMus gráðu í fiðluleik frá University of Denver 2014. Sem fiðluleikari hefur hún spilað með tónlistarhópum á borð við Skark, Caput, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Björk og Ólafi Arnalds, en með honum hefur hún spilað á tónleikum víða um heim, m.a. í Óperuhúsinu í Sidney og Elbphilharmonie í Hamburg. Sigrún er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective og leikhópsins Miðnætti og hefur samið alla tónlist í leikverkum og sjónvarpsefni Miðnættis, meðal annars tvær sjónvarpsþáttaseríur með RÚV um álfana Þorra og Þuru og brúðusýninguna Á eigin fótum sem var tilnefnd til Grímuverðlaunanna 2017 í flokknum Barnasýning ársins og hefur verið sýnd víða um heim, m.a í Grænlandi, Eistlandi og Póllandi.