Máni er framleiðslustjóri Þjóðleikhússins og stýrir framleiðslu sýninga hússins, auk annarra verkefna. Hann er einnig sýningarstjóri á Stóra sviðinu í afleysingum.
Máni er menntaður viðskiptafræðingur og verkefnastjóri frá Háskólanum á Bifröst og skrifaði BS ritgerð sína þar um krísustjórnun í leikhúsi og á lifandi viðburðum. Hann hefur einnig setið fjölda námskeiða, þ.á.m. í sýningastjórnun (e. Stage Management) við háskólann Guildhall School of Music and Drama í London þar sem hann fékk vottun um starfshæfni sem sýningarstjóri.
Áður en hann kom til starfa við Þjóðleikhúsið starfaði hann í Borgarleikhúsinu sem framleiðslu- og sýningarstjóri Stóra sviðsins, en nýlegustu verkefnin hans þar eru m.a. Fíasól gefst ekki upp, Eitruð lítil pilla, Marat/Sade, Emil í Kattholti, Níu líf og Bara smástund.
Einnig hefur Máni framleiðslu- og sýningarstýrt fyrir ýmsa sjálfstæðu leikhópa. Hann er skipulags- og framleiðslustjóri Afturámóti sviðslistahúss sem var starfrækt í Háskólabíói sumarið 2024.