Leikari
Arnmundur Ernst Backman útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2013. Í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í Nashyrningunum, Kópavogskróniku, Atómstöðinni, Súper, Djöflaeyjunni, Óþelló, Húsinu, Ævintýrum í Latabæ, Karitas og Sjálfstæðu fólki. Hann lék í Guð blessi Ísland, Jeppa á Fjalli og Bláskjá í Borgarleikhúsinu og Útundan í Tjarnarbíói. Hann hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Strákunum okkar og Veðramótum og í sjónvarpsþáttaröðunum Shetland, Ófærð 2, Venjulegu fólki og Hamrinum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Nashyrningunum, Súper og Djöflaeyjunni, og jafnframt fyrir söng í síðarnefndu sýningunni.