09. Maí. 2019

Dansandi ljóð – Leikhúslistakonur 50+

Sýning byggð á ljóðum Gerðar Kristnýjar frumsýnd á laugardagskvöld

Leiksýningin Dansandi ljóð verður frumsýnd í Kjallaranum á laugardagskvöldið í samstarfi við Leikhúslistakonur 50+. Leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir.

Í verkinu er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára og túlka leikkonurnar líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist. Dansandi ljóð er “ljóðasaga” sem Edda Þórarinsdóttir leik- og söngkona hefur samið og byggir hún á ljóðum úr bókum Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur Ísfrétt, Launkofa, Höggstað og Ströndum.

Leikarar í sýningunni eru Bryndís Petra Bragadóttir, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla), Júlía Hannam, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Helga Björnsson. Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) er höfundur tónlistar. Ásdís Magnúsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir sjá um sviðshreyfingar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími