Kristinn Gauti hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2007 og var fastráðinn hér sem hljóðhönnuður haustið 2011.
Kristinn Gauti lauk slagverksnámi við Tónlistarskóla FÍH vorið 2012.
Kristinn Gauti hefur séð um hljóðhönnun og gert hljóðmynd fyrir ýmsar sýningar í Þjóðleikhúsinu. Hann sá um hljóðmynd í sirkussöngleiknum Slá í gegn ásamt Kristjáni Sigmundi Einarssyni. Hann sá um hljóðhönnun í Djöflaeyjunni og Góðu fólki. Hann sá um tónlist og hljóðmynd í Tímaþjófnum. Hann sá meðal annars um hljóðmynd fyrir Harmsögu, Konuna við 1000°, Karitas, Kvennafræðarann, Macbeth ásamt Oren Ambarchi, Fyrirheitna landið ásamt Sigurvald Ívar Helgasyni, Sindra silfurfisk, Dagleiðina löngu, Litla Prinsinn, Afmælisveisluna, Í hjarta Hróa Hattar og Um það bil ásamt Gísla Galdri.
Kristinn samdi sönglag fyrir leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið, tónlist fyrir Kugg og útsetti tónlist fyrir Sögustund: Ævintýrið um Hlina kóngsson.
Kristinn Gauti hlaut Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Rómeó og Júlíu ásamt Sölku Valsdóttur, Macbeth ásamt Oren Ambarchi og fyrir hljóðmynd í Litla prinsinum ásamt Völu Gestsdóttur, og var tilnefndur til sömu verðlauna fyrir Tímaþjófinn, Dýrin í Hálsaskógi, Í hjarta Hróa hattar og Um það bil. Elvar Geir Sævarsson og Kristinn Gauti voru tilnefndir til Grímuverðlaunanna fyrir hljóðmynd í Þitt eigið leikrit – Goðsaga.