/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Arnmundur Ernst Backman

/

Leikari

Arnmundur Ernst Backman útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2013. Í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í Nashyrningunum, Kópavogskróniku, Atómstöðinni, Súper, Djöflaeyjunni, Óþelló, Húsinu, Ævintýrum í Latabæ, Karitas og Sjálfstæðu fólki. Hann lék í Guð blessi Ísland, Jeppa á Fjalli og Bláskjá í Borgarleikhúsinu og Útundan í Tjarnarbíói. Hann hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Strákunum okkar og Veðramótum og í sjónvarpsþáttaröðunum Shetland, Ófærð 2, Venjulegu fólki og Hamrinum. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Nashyrningunum, Súper og Djöflaeyjunni, og jafnframt fyrir söng í síðarnefndu sýningunni.

 

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími