Þjóðleikhús unga fólksins

Þjóðleikhúsið stendur fyrir viðamiklu og fjölbreyttu starfi sem miðar að því að kynna töfraheim leiklistarinnar fyrir börnum og unglingum og auka aðgengi ungs fólks að leikhúsi. Boðið er upp á framúrskarandi leiksýningar fyrir börn á ólíkum aldri og leikhúsið stendur að margvíslegum verkefnum til að efla áhuga ungs fólks á leiklistinni.

Öflugt teymi leiðir fjölbreytt barna- og fræðslustarf Þjóðleikhússins, í samstarfi við listræna stjórnendur. Í teyminu eru Vala Fannell, Jón Stefán Sigurðsson og Elísa Sif Hermannsdóttir. Unnið er að því að halda áfram að efla þennan hluta í starfsemi leikhússins og sækja fram. Við fögnum hugmyndum og tillögum! Netfang barna- og fræðsluteymisins er fraedsla@leikhusid.is.

Leikhúsheimsóknir og leikferðir um landið

Þjóðleikhúsið býður leikskóla- og grunnskólahópum í leikhús og fer í leikferðir út á land með verk ætluð ungum áhorfendum. Að þessu sinni verður boðið upp á leiksýninguna Ég get fyrir yngstu börnin. Þegar skólahópar koma á sýningar er gjarnan boðið upp á umræður.

Skoðunarferðir um töfraheima leikhússins og starfskynningar

Skólum og hópum er boðið að panta skoðunarferðir um töfraheima leikhússins og árlega tekur leikhúsið á móti fjölda ungmenna í starfskynningu.

Þróun kennsluefnis, námskeiðahald og fjölmenningarverkefni

Þjóðleikhúsið vinnur með ýmsum aðilum í menntakerfinu að þróun námsefnis í tengslum við leiksýningar, og stendur fyrir námskeiðum fyrir kennara og þátttakendur í áhugasýningum um land allt. Leikhúsið kappkostar að mæta óskum kennara og skóla sem vilja nýta sýningar leikhússins í skólastarfi. Þá stendur leikhúsið fyrir fjölmenningarverkefnum af ýmsu tagi, ekki síst í þeim tilgangi að laða nýja hópa að leikhúsinu hverju sinni og kynna þeim leiklist.

Þjóðleikur um land allt

Í samstarfi við ýmsa aðila á landsbyggðinni stendur Þjóðleikhúsið fyrir tvíæringnum Þjóðleik, sem er vettvangur fyrir ungt leikhúsáhugafólk úti á landi og höfunda til að spreyta sig á list leikhússins.


SJÁÐU ALLT EINS OFT OG ÞÚ VILT

Nýtt byltingarkennt áskriftarkort fyrir 15 – 25 ára.
Opið kort á fáránlega góðu verði.
1.450 kr. á mánuði!

  • Áskrift í 10 mánuði.
  • 1.450 kr. á mánuði.
  • Þú bókar miða samdægurs.
  • Þú getur komið aftur og aftur á allar uppsetningar Þjóðleikhússins. (Gildir ekki á sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum eða samstarfssýningar.)
  • Gildir aðeins fyrir eiganda kortsins.

Sala á Opnum kortum hefst þriðjudaginn 22. ágúst.

SKOÐA LEIKÁRIÐ

25 ára eða yngri fá þrjár eða fleiri sýningar á 50% afslætti

 

Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti með enn meiri afslætti

  • Ungmennakortið gildir á allar kvöldsýningar Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu, í Kassanum og á Litla sviðinu.

  • Verðið fer eftir þeim sýningum sem þú velur
  • Ungmennakorti fylgja öll sömu fríðindi og almennu leikhúskorti

  • KAUPA UNGMENNAKORT

Þjóðleikur

Vettvangur fyrir ungt leikhúsáhugafólk og höfunda til að spreyta sig á list leikhússins. Þjóðleikhúsið veitir þjálfun og fjögur leikskáld skrifa ný verk fyrir unga fólkið sem vinnur að sýningum á þeim í heimabyggð.

Þjóðleikur er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og margra grunn- og framhaldsskóla, menningarráða, sveitarfélaga og áhugaleikfélaga á landsbyggðinni. Markmið verkefnisins er að styrkja leiklistariðkun ungs fólks og auka áhuga þess á leiklist, auk þess að efla íslenska leikritun.

Leikhúsheimsókn

 

Börnum boðið í leikhús

 

Á hverju hausti býður Þjóðleikhúsið börnum í elstu deildum
leikskóla í heimsókn í leikhúsið með kennurum sínum til að kynnast töfraheimi leikhússins. Með þessu móti vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að kynna börnum og ungu fólki heim leikhússins, því að leikhúsferðir geta veitt ungum sem öldnum mikla gleði, örvað þroska og eflt hæfileika okkar til að takast á við lífið og tilfinningar okkar.

 

Leikhúsheimsóknin hefur notið mikilla vinsælda hjá leikskólum og á hverju hausti hafa vel á fimmta þúsund leikskólabörn frá leikskólum á höfuðborgarsvæðinu komið í heimsókn til okkar í leikhúsið.

Að þessu sinni verður boðið upp á hina undurfallegu leiksýningu Ég get. Sýningin heimsækir jafnframt leikskóla víða um land í haust.

Skoðunarferðir

 

Þjóðleikhúsið býður uppá skoðunarferðir um leikhúsið fyrir ungt fólk, allt frá leikskólabörnum til háskólanema, þar sem hægt er að kynnast sögu leikhússins og því sem unnið er á bak við tjöldin í tæknideildum. Einnig bjóðum við ungu fólki að koma í starfskynningar og fá þá nánari innsýn í leikhússtarfið.

Frá árinu 2000 hafa komið í Þjóðleikhúsið í skoðunarferðir um það bil 50 hópar á hverju ári og er fjöldi þessara gesta á bilinu 1-2000.

Ef þú óskar eftir því að koma í heimsókn í Þjóðleikhúsið, bókaðu hér!

 

Bóka skoðunarferð

Leikferðir

 

Það er Þjóðleikhúsinu mikilvægt að ungt fólk á landsbyggðinni geti notið listar óháð búsetu og fjárhag og rækir því þá skyldu sína að vera leikhús allra landsmanna með mikilli ánægju.

Á þessu leikári er það leikskólasýningin “Ég get” sem fer á leikferð um landið.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 16 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími