
Ég get
Dásamleg sýning fyrir yngstu börnin
Á hverju ári býður Þjóðleikhúsið elstu deildum leikskóla í heimsókn, en hustið 2024 er 16. árið í röð sem Þjóðleikhúsið býður elsta árgangi leikskólabarna á sýningu.
Ég get er ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar. Þar kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Sýningin er skemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn. Ég get var tilnefnd til Grímuverðlaunanna árið 2018.
Leikarar í sýningunni haustið 2024 eru þau Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Viktoría Sigurðardóttir.

Börnum um allt land boðið á leiksýningar
Þjóðleikhúsið býður hópum skólabarna á ólíkum aldri að sjá leiksýningar og kynnast töfraheimi leikhússins. Leikhúsið tekur á móti hópum í leikhúsið en ferðast einnig um landið með sýningar sínar og vinnustofur. Leiksýningar í skólum á næstu árum miða að því að öll börn sem útskrifast úr grunnskóla hafi þrisvar á skólagöngu sinni, á ólíkum námsstigum, séð leiksýningu á vegum Þjóðleikhússins.
Barnastarf

Leikarar
Listrænir stjórnendur















