16. Apr. 2020

Yael Farber, alþjóðlegur margverðlaunaður leikstjóri, ráðin til Þjóðleikhússins

Yael Farber er alþjóðlegur leikstjóri sem hefur leikstýrt víða um heim á undanförnum árum. Farber er frá Suður-Afríku en býr í Kanada og Singapúr. Hún hefur leikstýrt rómuðum sýningum í helstu leikhúsum Bretlands, Breska þjóðleikhúsinu, The Old Vic, Young Vic og Donmar Warehouse. Nú nýlega hlaut hún afbragðs dóma fyrir uppsetningu sína á Hamlet með Hollywoodstjörnunni Ruth Negga, sem sýnd hefur verið í New York. Farber er einnig leikskáld og hefur hún sjálf og sýningar hennar hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Napólísögur Ferrante hafa farið sigurför um heiminn, þær hafa selst í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Hér á landi er sagan þekkt sem Framúrskarandi vinkona. Sjónvarpsþættir sem byggja á sögunum eru þegar orðnir þeir vinsælustu í sögu Ítalíu.

Uppsetningin á Napólísögum í Þjóðleikhúsinu verður viðamikil og öllu verður tjaldað til. Sterkur hópur íslenskra listrænna stjórnenda mun vinna með Farber, Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd, Filippía I. Elísdóttir hannar búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar lýsingu. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir verður sýningardramatúrg verksins og Salka Guðmundsdóttir þýðir.

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri: „Það er gríðarlegur fengur fyrir Þjóðleikhúsið og íslenskt leikhúslíf að tekist hafi að fá Yael Farber í okkar hóp. Hún er einstaklega öflugur og áræðinn leikstjóri sem vakið hefur verðskuldaða athygli víða um heim á undanförnum árum. Það er ómetanlegt fyrir okkar leikhóp að fá leikstjóra af þessu kaliberi til samstarfs og ég er ekki í vafa um að hún mun skapa kraftmikla, dínamíska og skemmtilega sýningu upp úr hinum rómuðu Napólí-sögum Ferrante. Ég hlakka óskaplega til að sjá þessa sýningu birtast á sviði Þjóðleikhússins í haust.“

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími