08. apríl 2020

Skilafrestur verka fyrir Hádegisleikhús á miðnætti!

Þjóðleikhúsið mun hleypa af stokkunum nýju Hádegisleikhúsi næsta haust með frumflutningi á fjórum nýjum íslenskum leikverkum í samstarfi við RÚV. Af því tilefni er auglýst eftir handritum eða ítarlegum hugmyndum að verkum sem eru 20-25 mínútur að lengd. Fjögur verkefni verða valin til þróunar og sýninga. Verkin verða frumsýnd í hinu nýja Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins í Þjóðleikhúskjallaranum leikárið 2020/21 og í framhaldinu í Sunnudagsleikhúsi RÚV.

Óskað er eftir tilbúnum handritum eða ítarlegum hugmyndum að leikverkum fyrir einn til þrjá leikara. Æskilegt er að verkið krefjist ekki flókinnar umgjarðar.

Tillögum skal fylgja:

  • Tilbúið handrit eða vel skilgreind hugmynd á 1-2 bls. og sýnishorni af leiktexta 2-3 bls.
  • Ferilskrá höfundar.

Fjögur verk verða valin til flutnings í nýju Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins sem starfrækt verður veturinn 2020-2021 og í Sunnudagsleikhúsi RÚV í kjölfarið. Greitt verður fyrir verkið á grundvelli samnings og samkvæmt samkomulagi við  Rithöfundasamband Íslands, en fyrir frumflutning í leikhúsinu verða greiddar 1.450.000 kr.og til viðbótar fyrir flutning í sjónvarpi, samtals 500.000 kr. Samtals 1.950.000 kr.

Fjögurra manna nefnd mun velja handritin en í henni sitja Hrafnhildur Hagalín, formaður, Ólafur Egill Egilsson, Skarphéðinn Guðmundsson og Þorgerður E. Sigurðardóttir.



Skilafrestur til miðnættis 15. maí 2020.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími