06. Ágú. 2020

Við drögum tjöldin frá innan skamms

Í ljósi aðstæðna og tilmæla sóttvarnaryfirvalda frestast frumsýningar á tveimur leiksýningum, Framúrskarandi vinkonu og Kardemommubænum. Stefnt er að frumsýningu á Kardemommubænum þann 12. september og Framúrskarandi vinkonu þann 17. október. Við vonum að ekki þurfi að koma til frekari raskana á sýningahaldi, en við látum ykkur vita um leið og nánari upplýsingar liggja fyrir.

Við höfum varið síðustu vikum og mánuðum í undirbúning á glæsilegu leikári sem við erum afar spennt að kynna fyrir ykkur. Æfingar á Kardemommubænum eru langt komnar, þar er öllu tjaldað til við uppsetningu á ástsælasta barnaleikriti íslenskrar leikhússögu. Leikstjórinn Yael Farber er væntanleg til landsins og þá hefjast æfingar á leikverkinu Framúrskarandi vinkona.

Þjóðleikhúsið mun fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda, en eins og við vitum öll geta þær breyst með skömmum fyrirvara eftir því hvernig gengur að ná tökum á faraldrinum. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir að sýna leikhúsinu skilning vegna áhrifa samkomubanns á sýningahald. Þegar unnt verður að fastsetja nýja sýningardaga, vegna þeirra sýninga sem þurfti að fresta, sendum við miða með nýrri dagsetningu til gesta. Ekki þarf að hafa samband við miðasölu nema ný dagsetning henti ekki.

Við erum tilbúin að draga tjöldin frá um leið og aðstæður leyfa. Við erum full tilhlökkunar að taka á móti ykkur og hefja nýtt og glæsilegt leikár.

Við hvetjum ykkur til þess að skrá ykkur á póstlistann okkar og vera með þeim fyrstu til þess að sjá þegar við afhjúpum leikárið okkar.

 

SKRÁNING
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími