27. Ágú. 2020

Þjóðleikhúsið stígur inn í stafrænu byltinguna

Þjóðleikhúsið verður fyrsti íslenski aðilinn til þess að nýta sér nýja stafræna sjálfsafgreiðslulausn frá Rue de Net. Tæknin mun gera leikhúsgestum kleift að panta veitingar og þjónustu í gegnum síma og fækka þannig snertiflötum og biðröðum.


Í dag skrifuðu Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og Alfreð B. Þórðarson framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Rue de Net undir samning um innleiðingu á nýrri stafrænni afgreiðslulausn fyrir gesti Þjóðleikhússins, K3 Imagine. Innleiðing K3 Imagine er hluti af umbreytingarferli Þjóðleikhússins og helst í hendur við umbætur í áhorfendarýmum og aukna veitingaþjónustu við leikhúsgesti.

Stafræn tækni er að gjörbreyta upplifun fólks í öllum greinum, áður en langt um líður geta gestir Þjóðleikhússins afgreitt sig sjálfir á völdum stöðum í leikhúsinu. Það er spennandi að fá að vera fyrsti íslenski aðilinn sem nýtir sér þessa lausn og með þessu erum við að kippa leikhúsinu með myndarlegum hætti inn í nútímann, ef svo má segja. Snertilausar afgreiðslur skipta miklu máli í dag og þessi tækni bætir afgreiðslu, minnkar biðraðir og eykur möguleika áhorfenda til að nálgast vörur og þjónustu með auðveldum hætti með símanum. Viðmótið er eins og best verður á kosið miðað við nútímakröfur og við sjáum mörg skemmtileg tækifæri til að bæta upplifun leikhúsgesta í góðu samstarfi við Rue de Net.

„Við erum virkilega stolt af því að Þjóðleikhúsið hafi valið Rue de Net í þetta verkefni og við hlökkum til samstarfsins. Við sjáum að Þjóðleikhúsið er tilbúið til að stíga skrefið inn í framtíðina og við erum spennt að fá að fylgja þeim í þessa vegferð,“ segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net.

Sjálfsafgreiðsla er að gjörbreyta upplifun viðskiptavina í þjónustugeiranum og það hefur aldrei verið mikilvægara að geta boðið upp á þennan valkost. Með snertilausri sjálfsafgreiðslu fækkar snertiflötum á milli þjónustuaðila og viðskiptavina og munu biðraðir heyra sögunni til. Rue de Net er hugbúnaðarhús í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum og sérhæfir sig í persónulegri þjónustu þar sem þekking og reynsla sérfræðinga tryggir viðskiptavinum hámarks árangur.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími