05. Jan. 2024

Vertu úlfur sýnt á RÚV laugardaginn 6. janúar

Á morgun, laugardaginn 6. janúar, sýnir RÚV upptöku af einleiknum Vertu úlfur sem var sýndur fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu frá 2021-2023. Alls urðu sýningar 115 talsins. Sýningin hreyfði rækilega við áhorfendum en afar fátítt er að sýning sé sýnd yfir 100. sinnum á Stóra sviðinu. Sýningin hlaut sjö Grímuverðlaun: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins. Titillag sýningarinnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki.

Í kjölfar sýningar leikritsins verður boðið upp á stuttan þátt þar sem skyggnst verður bakvið tjöldin við æfingar verksins. Upptaka sýningarinnar var gerð í júní á síðasta ári.
Sýningin hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu.

Unnur Ösp Stefánsdóttir, Emilíana Torrini, Héðinn Unnsteinsson

Héðinn Unnsteinsson hefur látið til sín taka á sviði geðheilbrigðismála í tvo áratugi, meðal annars sem sérfræðingur á vegum stjórnvalda og hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Verkið er byggt á samnefndri, sjálfsævisögulegri frásögn hans sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími