12. Sep. 2019

Tvær ástsælar barnasýningar aftur á svið um helgina

Ungum áhorfendum gefst að nýju færi á að sjá tvær Grímuverðlaunasýningar, Ronju ræningjadóttur og Gilitrutt

Tvær barnasýningar sem notið hafa mikilla vinsælda, Ronja ræningjadóttir sem var frumsýnd á Stóra sviðinu fyrir ári síðan, og sýning Brúðuheima á Gilitrutt , sem hefur verið sýnd allt frá árinu 2010, rata aftur á leiksvið um helgina.

Báðar hlutu þessar sýningar Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins, Ronja ræningjadóttir árið 2019 og Gilitrutt árið 2011.

Missið ekki af þessum yndislegu sýningum, sem gleðja hjarta bæði ungra sem eldri áhorfenda!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími