Þjóðleikhúsið kallar eftir nýjum leikverkum – Call for plays
Þjóðleikhúsið vill efla leikritun á Íslandi og segja sögur sem eiga brýnt erindi við okkur. Auglýst er eftir nýjum leikverkum, hvort heldur fullbúnum verkum eða vel útfærðum hugmyndum til þróunar innan leikhússins. Að þessu sinni er leitað sérstaklega að verkefnum sem endurspegla fjölbreytileika íslensks samfélags, hvað varðar umfjöllunarefni eða vinnslu verkanna og meðal höfunda. Það útilokar á engan hátt önnur verk eða hugmyndir.
Þjóðleikhúsið stendur fyrir öflugu höfundastarfi með það að markmiði að efla leikritun á Íslandi og finna verðug verkefni sem eiga erindi við íslenska áhorfendur. Við tökum til skoðunar hugmyndir og handrit á öllum vinnslustigum og vinnum markvisst með leikskáldum frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka.
Þjóðleikhúsið hefur á undanförnum tveimur árum kallað sérstaklega eftir nýjum verkum, fyrst barnaleikritum, þá leikritum fyrir Hádegisleikhús og loks verkum þar sem áherslan var annars vegar á frumsamin leikverk eftir konur og hins vegar verk sem fjölluðu með einhverjum hætti um fjölbreytileika og fjölmenningu. Viðbrögð við auglýsingum leikhússins hafa verið afar sterk, og nú þegar hafa nokkur leikrit sem bárust ratað á svið, auk þess sem fleiri verk eru í þróun innan leikhússins.
Óskað er eftir handritum í fullri lengd eða vel útfærðum hugmyndum að leikritum, með sýnishorni af leiktexta. Stutt lýsing á verkinu, 1-2 bls., skal fylgja, þar sem fram kemur persónufjöldi, atburðarás og ætlunarverk höfundar. Einnig skal fylgja stutt ferilskrá höfundar. Höfundar af öllum kynjum og mismunandi uppruna eru hvattir til að senda inn leikverk. Höfundarlaun fyrir fullbúin verk eða hugmyndir í þróun verða greidd samkvæmt samningi Þjóðleikhússins við Rithöfundasamband Íslands.
Nánari upplýsingar á leikritun@leikhusid.is. Tekið er við verkum hjá leikhúsinu allt árið og þau lesin og metin jafnóðum, en umsóknarfrestur vegna þessarar auglýsingar er til og með 17. janúar 2023.
ATH. UMSÓKNARFRESTUR ER NÚ RUNNINN ÚT, en við tökum ávallt við leikritum og hugmyndum á leikritun@leikhusid.is.
Call for plays
The National Theatre of Iceland calls for new plays
The National Theatre wants to promote playwriting in Iceland and tell stories that are of great importance to people today. The theatre is searching for new plays, whether completed works or well-developed ideas for development within the theatre. This time, special attention is paid to projects that reflect the diversity in Icelandic society, in terms of the topic, the authors or the development of the works. This in no way excludes other plays or ideas.
The National Theatre of Iceland aims to nourish playwrighting in Iceland. We consider ideas and scripts at all stages of production and work with playwrights from first idea to finished works.
The National Theatre has in the past two years specifically called for new works, first children’s plays, then plays for our Lunchtime Theatre and finally works focusing on original plays by women and works that dealt in some way with diversity and multiculturalism. Responses to the theatre’s advertisements have been very strong, and already several plays received have found their way onto the stage, and more plays are in development at the theatre.
Full-length scripts or well-executed ideas for plays are requested, with an example of scene writing. A brief description of the work, 1-2 pages, should be included, stating the number of characters, the plot and the author’s main ideas. A brief CV of the author should also be included. Authors of all genders and different origins are encouraged to submit plays. Royalties for completed works or ideas in development will be paid according to an agreement between the National Theatre of Iceland and the Writers’ Union of Iceland. Applications can be in English or Icelandic.
PLEASE NOTE THAT THE APPLICATION DEADLINE HAS PASSED, but works are accepted at the theatre throughout the year and read and evaluated as they go along. Plays and ideas for plays shall be submitted at leikritun@leikhusid.is.