Þjóðleikhúsið frumsýnir Eddu
Þjóðleikhúsið frumsýnir Eddu, á Stóra sviðinu á annan dag jóla, þriðjudaginn 26. desember kl. 20.00. Edda er sviðsetning Þorleifs Arnar og leikhópsins á hugmyndaheimi norrænnar goðafræði eins og hún birtist okkur í Snorra-Eddu og Völuspá. Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn eru aðalsmerki sýninga Þorleifs og hér er hann sannarlega á heimavelli.
Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband okkar við náttúruna. Sýningin er kraftmikil og efnið er sett fram á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt sem hentar bæði þeim sem þekkja goðafræðina, og hinum sem hafa minni þekkingu á viðfangsefninu en vilja byrja að kynnast þessum mögnuðu frásögnum sem hafa fylgt okkur frá upphafi Íslandsbyggðar.
Þorleifur fylgir nú eftir öðrum kynngimögnuðum sýningum svo sem Rómeó og Júlíu, Njálu og Englum alheimsins, og heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.
Kaupa miðaLeikarar
Almar Blær Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdes, Guðrún S.Gísladóttir, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson, María Thelma Smáradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Egill Andrason tónlistarmaður.
Leikstjórn
Þorleifur Örn Arnarsson
Höfundar
Harpa Rún Kristjánsdóttir, Jón Magnús Arnarsson, Þorleifur Örn Arnarsson
Leikmynd
Vytautas Narbutas
Búningar
Karen Briem
Sjálfbærnihönnuður búninga
Andri Unnarson
Dramatúrg
Matthías Tryggvi Haraldsson
Tónlist
Egill Andrason, Salka Valsdóttir
Tónlistarstjórn
Salka Valsdóttir
Lýsing
Ásta Jónína Arnardóttir
Sviðshreyfingar
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Hljóðhönnun
Aron Þór Arnarsson, Salka Valsdóttir, Egill Andrason