27. Maí. 2020

Þjóðleikhúsið auglýsir spennandi sumarstörf fyrir námsmenn

Leikhúsið stendur fyrir tveimur átaksverkefnum sumarið 2020 og við auglýsum eftir námsmönnum til að framkvæma þau með okkur.

  • Ljosmyndasafn-RVK_Sigurhans-Vignir_Thjodleikhusid

Annað verkefnið er við skönnun og skráningu ljósmynda, leikskráa, veggspjalda, og fleiri muna í safnkosti leikhússins. Verkefnið er að hluta unnið í samstarfi við Ljósmyndasafn Íslands.

Einnig leitum við að hönnunar – list- eða iðnnemum til að koma upp bættri aðstöðu fyrir listamenn til sköpunar í nokkrum rýmum í Þjóðleikhúsinu. Þessi aðstaða nýtist listrænum stjórnendum, samstarfsaðilum og sjálfstæðum hópum, m.a. uppistandshópum ofl. Verkefnið er vinna í hóp við að útfæra hönnun og lausnir sem þjóna þessu markmiði og framkvæma undir leiðsögn og verkstjórn.

Verkefnin standa í tvo mánuði á tímabilinu 10. júní – 27. ágúst og við leitum að skipulögðum, hugmyndaríkum, laghentum og duglegum einstaklingum sem bæði geta starfað sjálfstætt og í teymi. Skilyrði er að umsækjendur séu 18 ára á árinu eða eldri og í námi á milli anna.

Umsóknarfrestur er til 5. júní.
Kynntu þér störfin nánar og sæktu um hér:

SÆKJA UM

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími