19. Jan. 2023

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 23/24

Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2023-2024, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019).  

Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, þau eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einu af leiksviðum Þjóðleikhússins, í rýmum utan þess eða á leikferðum hússins. Sérstök athygli er vakin á því að sýningarrými í Kjallaranum hefur undanfarið verið vettvangur fjölbreyttra og spennandi samstarfsverkefna, sjá nánar leikhusid.is/kjallarinn.  

Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu, fjárhagsáætlun og upplýsingum um listræna aðstandendur. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum eða boða til fundar til að ræða frekar um verkefnin og möguleika á samstarfi. 

Umsóknarfrestur rann út 6. febrúar 2023. 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími