Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum
Þjóðleikhúsið stendur á hverju leikári fyrir frumsköpun af ýmsu tagi, þróun á nýjum íslenskum leikverkum og stuðningi við höfunda. Við leitum nú að leikskáldum til að taka þátt í spennandi verkefnum framundan.
Höfundum býðst að senda inn verk sín til mögulegs flutnings á Gula dreglinum 2026 og/eða óska eftir þátttöku í Vinnustofu höfunda. Tekið er móti umsóknum til og með 5. maí.
Senda umsókn
Vinnustofa höfunda
Vinnustofa höfunda er liður í höfundastarfi leikhússins. Þar býðst listafólki vinnuaðstaða í Þjóðleikhúsinu í mánuð í senn, stuðningur við þróun leikverks, til dæmis með lokuðum leiklestri, og samtal við dramatúrga.
Guli dregillinn
Guli dregillinn er ný leikritahátíð Þjóðleikhússins þar sem ný leikverk eru frumflutt í æfðum leiklestri fyrir áhorfendur. Hátíðin verður haldin í annað sinn vorið 2026.
Hátíðin er vettvangur þar sem áhorfendur mæta leikskáldum sem vakið hafa sérstakan áhuga Þjóðleikhússins og eiga spennandi erindi við leiksviðið. Leikskáldum sem eru valin á Gula dregilinn býðst aðstaða í Vinnustofu höfunda og þróunarstyrkur.
Guli dregillinn er eitt af þeim verkefnum sem hleypt er af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli Þjóðleikhússins.
Nánar um Gula dregilinn
Höfundastarf
Einnig vekjum við athygli á því að leikhúsið er í stöðugu samtali við höfunda sem eru með handrit eða hugmyndir að verkum eða verk í þróun. Á hverju ári frumsýnir Þjóðleikhúsið fjölda nýrra íslenskra verka sem leikhúsið kaupir af íslenskum höfundum á grundvelli samnings við RSÍ. Höfundar geta alltaf sent leikhúsinu handrit, drög eða kynningu á leikritun@leikhusid.is.
Nánar um Höfundastarf