03. Okt. 2025

Tvö spennandi störf auglýst í Þjóðleikhúsinu

Í kjölfar skipulagsbreytinga verður ráðið í tvö ný störf í Þjóðleikhúsinu. Auglýst er eftir framkvæmdastjóra fjármála og reksturs og  mannauðsstjóra. Samhliða er staða miðlægs framkvæmdastjóra lögð niður.  Opið er fyrir umsóknir til 14. október.

Nú í október ganga í gegn breytingar á skipulagi Þjóðleikhússins en þær eru gerðar til að styrkja leikhúsið til enn frekari sóknar á næstu misserum og bregðast við breytingum í umhverfi leikhússins. Kynnt er flatara stjórnskipulag en áður sem á að skila aukinni skilvirkni og hagkvæmni. Nýtt óperusvið er búið til og aukin áhersla lögð á öfluga fjármálastjórn.

Sjá nánar um störfin:

Sjá nánar um stöður og umsóknarform:

Framkvæmdastjóri Mannauðsstjóri

Nánar um skipulagsbreytingar:
Lesa frétt

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími