Þjóðleikhúsið 75 ára
Það var stórhuga ákvörðun fámennrar þjóðar að byggja Þjóðleikhús. Í dag eru 75 ár frá því að tjaldið var dregið frá í fyrsta sinn. Æ síðan hefur hver kynslóð átt ógleymanlegar stundir í leikhúsinu.Allt frá því að prúðbúnir vígslugestir stigu sín fyrstu skref upp tröppurnar inn í álfahöllina hafa landsmenn flykkst þangað á hverju ári til þess að upplifa einstakar stundir í leikhúsinu.
Það verður mikið um dýrðir á afmælisári Þjóðleikhússins. Hér er það helsta tíundað sem er framundan.
* Afmælisveisla á Menningarnótt og allri þjóðinni er boðið
* Leikskrár Þjóðleikhússins aðgengilegar á timarit.is
* Við hleyptum af stokkunum nýrri leikritahátíð, Gula dreglinum
* Við útskrifum fyrstu nemendur úr nýjum Leikhússkóla Þjóðleikhússins
* Og margt, margt fleira
Takk fyrir dásamlega samfylgd í 75 ár!