20. Apr. 2020

Svona færð þú nýja miða á sýningar í haust!

Vegna samkomubanns hefur Þjóðleikhúsið þurft, eins og aðrir, að fella niður sýningar nú í vor. Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst hins vegar fyrr og af meiri krafti í ágúst. Þeir sem áttu miða á sýningar sem felldar voru niður í vor fá nýja miða á nýjar sýningar í haust. Starfsfólk okkar mun gera sitt allra besta til að liðsinna gestum okkar og tryggja að allir geti notið þeirra sýninga sem þeir höfðu tryggt sér miða á.

Fyrirkomulagið við breytingar á sýningardagsetningum er eftirfarandi:

  • Gestir fá senda tilkynningu í sms með nýrri dagsetningu og fá senda miða í kjölfarið.
  • Gestir þurfa ekki að staðfesta að dagsetningar henti heldur einungis að byrja að hlakka til – og svo að mæta og njóta.
  • Ef ný dagsetning hentar ekki, þá biðjum við gesti um að hafa samband við miðasölu í síma 551 1200 eða í gegnum netfangið midasala@leikhusid.is, innan sjö daga frá því að tilkynning er send út.

Starfsfólk okkar mun gera sitt allra besta til að mæta óskum ykkar og finna nýjar dagsetningar sem betur henta. Ef það gengur ekki að finna nýjar dagsetningar sem henta, eða ef gestur getur af einhverjum ástæðum ekki nýtt sér miðana sem keyptir höfðu verið, þá stendur til boða að fá inneign á nýja sýningu eða endurgreiðslu.

Ef einhver fær ekki senda tilkynningu um nýjar sýningardagsetningar, þá biðjum við viðkomandi að hafa samband við miðasölu okkar í síma 551 1200 eða í gegnum netfangið midasala@leikhusid.is.

Með kærum kveðjum og þökkum fyrir skilning á undarlegum tímum samkomubanns. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Þjóðleikhúsinu á nýju leikári.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími