01. Nóv. 2024

Stórsöngleikurinn Frost kveður í janúar. Stormur tekur við!

Ævintýri Elsu, Elsu og félaga í Frost hefur sannarlega heillað þjóðina í stórsýningu þar sem öllu er tjaldað til. Um hverja helgi frá því í byrjun mars hafa glaðværir leikhúsgestir á öllum aldri troðfyllt Þjóðleikhúsið. Hefur varla mátt á milli sjá, hvort eftirvæntingin sé meiri í augum krakkanna í Frost-búningunum eða foreldranna og ömmu og afa sem hafa ekki síður skemmt sér vel. Lokasýning verður sunnudaginn 19. janúar eftir yfir 100 uppseldar sýningar, og þá tekur nýr og spennandi íslenskur söngleikur, Stormur, yfir á Stóra sviðinu!

 

KAUPA MIÐA

 

Glænýr íslenskur söngleikur eftir Unni Ösp og Unu Torfa

Stormur er glænýr íslenskur söngleikur sem Unnur Ösp Stefánsdóttir og tónlistarkonan Una Torfa eru nú að leggja lokahönd á. Stormur verður frumsýndur í febrúar. Frumsýningin er gríðarlegt tilhlökkunarefni fyrir leikhúsunnendur og sýningin mun skarta fjölda ungra leikara í bland við reynslubolta úr leikhópi Þjóðleikhússins. Stormur verður stórbrotin ástarsaga með magnaðri tónlist og undurfögrum augnablikum. Æfingar hefjast eftir mánuð.  

NÁNAR UM STORM

Gamanleikurinn Eltum veðrið hefur aldeilis slegið í gegn og hlátrasköllin óma á troðfullum sýningum um hverja helgi. Þegar er nær fullt á allar sýningar til áramóta. Einleikurinn magnaði Orð gegn orði mun kveðja nú í nóvember rúmu ári eftir frumsýningu. Sýningar hófust í Kassanum en sökum gríðarlegrar eftirspurnar var hún færð á Stóra sviðið. Sýningar hefjast aftur á Jólaboðinu nú í nóvember með nýjum leikhópi sem iðar í skinninu að færa leikhúsgestum þessa einstaklega fallegu sýningu á aðventunni. Svo má alls ekki gleyma Yermu sem verður frumsýnd á öðrum degi jóla. Þar mun Nína Dögg Filippusdóttir vera í hlutverki Yermu en aðrir leikarar eru Björn Thors, Guðjón Davíð, Ilmur Kristjánsdóttir, Ólafía Hrönn og Vala Kristín. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími