16. Jún. 2022

Sjö ævintýri um skömm sigursæl á Grímunni

Það var mikið um dýrðir þegar glæsileg uppskeruhátíð sviðslistafólks. Gríman, var haldin í Þjóðleikhúsinu 14. júní síðastliðinn.  Verk Tyrfings Tyrfingssonar, Sjö ævintýri um skömm, hlaut alls 6 grímuverðlaun.


Höfundurinn fékk verðlaun fyrir leikrit ársins, Stefán Jónsson fyrir leikstjórn, Börkur Jónsson fyrir leikmynd, Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búninga og Hilmir Snær Guðnason fékk grímuverðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki. Rómeó og Júlía fékk tvenn grímuverðlaun, annars vegar fengu þau Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo fyrir dans- og sviðshreyfingar og hins vegar þau Salka Valsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson fyrir hljóðmynd.
Við óskum öllum Grímuverðlaunahöfum hjartanlega til hamingju.
Íslensk leikhús leggjast nú í sumardvala en við hlökkum ákaft til þess að mæta áhorfendum aftur í haust með nýjar sögur og fleiri glæsileg sviðsverk.

Sala er hafin á sýningar haustins á Sjö ævintýrum um skömm.
Kaupa miða

Þessar skemmtilegur myndir voru teknar við það tækifæri.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími