Þjóðleikhúsið og Sjö ævintýri um skömm með flestar Grímutilnefningar
Uppsetning Þjóðleikhússins á Sjö ævintýrum um skömm fær flestar Grímutilnefningar í ár eða alls 12 talsins. Þjóðleikhúsið og listafólk þess fær samtals 31 tilnefningu, flest allra leikhúsa. Af öðrum sýningum Þjóðleikhússins fær Rómeó og Júlía sjö tilnefningar, Framúrskarandi vinkona fjórar, Ást og upplýsingar þrjár, Ásta tvær og Umskiptingur er tilnefnd sem barnasýning ársins. Samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Stertabendu Góðan daginn, faggi hlýtur tvær tilnefningar. Grímuverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 14. júní næstkomandi í Þjóðleikhúsinu. Sjö ævintýri um skömm, Góðan daginn faggi og barnasýningin Umskiptingur verða áfram á fjölum Þjóðleikhússins á næsta leikári og sala á sýningarnar er þegar hafin.
Tilnefningar: Sjö ævintýri um skömm
Sýning ársins: Þjóðleikhúsið
Leikrit ársins: Tyrfingur Tyrfingsson
Leikkona í aðalhlutverki: Ilmur Kristjánsdóttir
Leikkona í aukahlutverki: Kristín Þóra Haraldsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Leikstjóri ársins: Stefán Jónsson
Leikari í aðalhlutverki: Hilmir Snær Guðnason
Leikari í aukahlutverki: Eggert Þorleifsson
Leikmynd ársins: Börkur Jónsson
Búningar ársins: Þórunn Elísabet Sveindóttir
Lýsing ársins: Halldór Örn Óskarsson
Dans og sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir
Tilnefningar: Rómeó og Júlía
Leikkona í aðalhlutverki: Ebba Katrín Finnsdóttir
Leikari í aðalhlutverki: Sigurbjartur Sturla Atlason
Leikari í aukahlutverki: Hallgrímur Ólafsson
Búningar ársins: Anna Rún Tryggvadóttir
Tónlist ársins: Salka Valsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Auður, Bríet Ísis Elfar
Hljóðmynd ársins: Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson
Dans og sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo
Tilnefningar: Framúrskarandi vinkona
Leikkona í aðalhlutverki: Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Leikari í aukahlutverki: Snorri Engilbertsson
Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Dans og sviðshreyfingar: Emily Terndrup, Conor Doyle
Tilnefningar: Ást og upplýsingar
Leikstjóri ársins: Una Þorleifsdóttir
Leikari í aðalhlutverki: Almar Blær Sigurjónsson
Hljóðmynd ársins: Kristinn Gauti Einarsson
Tilnefningar: Ásta
Tónlist ársins: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Matthildur Hafliðadóttir
Söngvari ársins: Matthildur Hafliðadóttir
Tilnefningar: Góðan daginn faggi
Söngvari: Bjarni Snæbjörnsson
Tónlist ársins: Axel Ingi Árnason
Tilnefningar: Umskiptingur
Barnasýning ársins