05. Des. 2023

Sameiginleg yfirlýsing Listar án landamæra, Þroskahjálpar og Þjóðleikhússins

Á alþjóðadegi fatlaðs fólks var haldinn glæsilegur lokaviðburður Listar án landamæra í Þjóðleikhúsinu þar sem Landssamtökin Þroskahjálp veittu Múrbrjótsviðurkenningu samtakanna, eins og samtökin hafa gert síðustu 30 ár. Þar stigu á svið tugir listamanna og heilluðu áhorfendur. Í lok athafnar afhenti Þroskahjálp þremur aðilum Múrbrjótinn fyrir baráttu sína fyrir réttindamálum fatlaðs fólks. List án landamæra, Þroskahjálp og Þjóðleikhúsinu þykir afar leitt að aðgengi hjólastóls eins verðlaunahafans úr salnum var ekki ásættanlegt og ekki höfðu verið gerðar ráðstafanir til að hann myndi nýta aðra greiðari leið að sviðinu. Á því biðjast aðstandendur innilega afsökunar enda hafa allir mikinn metnað fyrir góðu aðgengi. Nú þegar hefur verið haft samband við verðlaunahafann og hann beðinn afsökunar á atvikinu.

Að öðru leyti var hugað að aðgengi listafólks og gesta eftir fremsta megni. Aðgengi gesta að Þjóðleikhúsinu hefur verið stórbætt á síðustu árum með nýju lyftuhúsi og rampi við leikhúsið og Framkvæmdasýsla ríkisins undirbýr brýnar úrbætur á aðgengi að öðrum sviðum leikhússins.

Við tökum það mjög alvarlega að þetta hafi gerst á viðburði sem á að vera til fyrirmyndar í aðgengismálum. Þetta var ekki til fyrirmyndar og biðjumst við afsökunar á okkar hlut í þessu máli. Við viljum og ætlum að gera betur.

Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi Listar án landamæra
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími