27. Mar. 2025

Stefnir í þrjár uppseldar sýningar á Akureyri


Alls verða sýndar þrjár sýningar á Saknaðarilmi næstu þrjú kvöld í Hofi á Akureyri. Upphaflega stóð til að sýna aðeins tvisvar en í ljósi mikillar eftirspurnar var þriðju sýningunni bætt við á laugardag og þegar þetta er ritað er enn nokkur sæti laus.
Hér er hægt að kaupa miða á sýningar í Hofi:

Kaupa miða

Saknaðarilmur sópaði til sín verðlaunum á síðustu Grímuhátíð og var meðal annars valin sýning ársins. Alls hlaut sýningin átta Grímutilnefningar. Saknaðarilmur verður aftur á fjölum Þjóðleikhússins í haust og sýningar þegar komnar í sölu.

Kaupa miða

Þegar fullorðin skáldkona missir móður sína er komið að stóra uppgjörinu. Nú fyrst er hún tilbúin til þess að horfast í augu við erfiða æsku sína, föðurmissi, geðveikina, ástina og sturlað lífshlaup sitt. Af hverju náðu þessar tvær konur aldrei sambandi, þó að þær hafi deilt öllu lífi sínu, og reynt að horfast í augu í gegnum sorgir og sigra? ​

Leikari: Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikstjórn: Björn Thors
Höfundur: Unnur Ösp Stefánsdóttirbyggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur

Leikmynd: Elín Hansdóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Ljósahönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Hljóðhönnun: Skúli Sverrisson, Aron Þór Arnaldsson og Ólöf Arnalds
Tónlist: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson
Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir

Listræna teymið á bak við sýninguna

 

 

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími