17. Apr. 2020

Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst fyrr og af meiri krafti en áður og engar fleiri sýningar á þessu leikári

Nýtt leikár Þjóðleikhússins hefst 29. ágúst með frumsýningu á Kardemommubænum – en ákveðið hefur verið að engar sýningar verði það sem eftir lifir þessa leikárs vegna samkomubanns. Næsta leikár hefst á hinn bóginn fyrr og af meiri krafti en venja er. Hver nýja sýningin mun reka aðra í haust og ljóst er að það verður mikið líf í Þjóðleikhúsinu þegar nýtt og spennandi leikár fer af stað.

Þegar hefur verið tilkynnt að í lok september verði Framúrskarandi vinkona frumsýnd en þar er á ferð viðamikil uppfærsla sem byggir á hinum geysivinsælu Napólí-sögum Elenu Ferrante og verður í leikstjórn heimsþekkts leikstjóra, Yael Farber. Einnig verður Kópavogskrónika frumsýnd snemma í haust, Þitt eigið leikrit mun halda áfram göngu sinni og fleiri spennandi nýjar sýningar verða kynntar innan skamms. Þegar er uppselt á hátt í 50 sýningar á Kardemommubænum og í næstu viku munu gestir sem áttu bókaða miða í vor á þá sýningu og aðrar fá tilkynningu um nýjar sýningardagsetningar haustsins.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími