Mikið fjör á frumsýningu á Línu Langsokk

Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra. Þau tóku að sjálfsögðu börnin með í leikhús.
Það var einstök stund þegar stórsýningin Lína Langsokkur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu þann 13. september. Hvert sæti í salnum var setið og eftirvæntingin í loftinu var áþreifanleg. Frumsýningargestir skemmtu sér konunglega og risu úr sætum og klöppuðu vel og lengi fyrir leikurum, listrænum stjórnendum og tæknifólki Þjóðleikhússins sem vann sem einn hugur í að gera þessa sýningu jafn stórskemmtilega og hún er.
Gagnrýnendur hafa lofað sýninguna og þegar þetta er ritað er uppselt á hátt í 60 sýningar! Hafið því hraðar hendur og tryggið ykkur miða núna. Þeir bókstaflega rjúka út.

