Málfundur um Loddarann
Samtal í Veröld-húsi Vigdísar 29. apríl kl. 17
Málfundur um leikrit Molières Loddarann og sýningu Þjóðleikhússins verður haldinn í Veröld-húsi Vigdísar 29. apríl kl. 17.
Málfundurinn er liður í málfundaröð sem ber heitið Samtal við leikhús, og er til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Sjá nánar hér .
Þátttakendur í pallborði verða Guðjón Davíð Karlsson leikari, Hallgrímur Helgason þýðandi, Hallveig Kristín Eiríksdóttir aðstoðarleikstjóri og Guðrún Kristinsdóttir doktorsnemi. Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir umræðum.
Nánari upplýsingar um málfundinn má nálgast hér .
Viðtal við Guðrúnu Kristinsdóttur á Hugvarpi, hlaðvarpsrás Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, má nálgast hér .