25. Jún. 2024

Magnús Geir Þórðarson endurráðinn þjóðleikhússtjóri til ársins 2030

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra segir Magnús Geir hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóriog bætir því við starfsemi Þjóðleikhússins með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir Magnús kunni láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni.

Mikill meðbyr hefur verið með starfsemi Þjóðleikhússins undanfarin misseri og áhorfendur hafa flykkst í leikhúsið. Frá árinu 2020 hefur stóraukin áhersla verið lögð á frumsköpun og íslenska leikritun í Þjóðleikhúsinu á sama tíma og virtir erlendir leikhúslistamenn í fremstu röð hafa unnið með leikhúsinu. Sýningar leikhússins hafa sópað að sér verðlaunum á tímabilinu og þetta vor er með þeim aðsóknarmestu í sögu Þjóðleikhússins.

Á þessum tíma hefur aðstaða gesta í Þjóðleikhúsinu og þjónusta jafnframt verið stjórbætt, samhliða því sem tæknilegir innviðir hafa erið efldir. Fjölbreytt starfsemi í Kjallaranum hefur slegið í gegn og ýmsum nýjungum, þar á meðal Hádegisleikhúsi hefur verið tekið fagnandi. Nú fyrir skemmstu var tilkynnt um stofnun Þjóðleikhússkólans en þar gefst ungu fólki að kynnast töfrum leikhússins í návígi. Meðal rómaðra leiksýninga á síðustu misserum eru heimsfrumsýning á Mayenburg-þríleiknum, Rómeó og Júlía, Vertu úlfur, stórsöngleikurinn Frost, Saknaðarilmur, Orð gegn orði, Nashyrningarnir, Framúrskarandi vinkona, Kardemommobærinn, Ásta, Nokkur augnablik um nótt, Draumaþjófurinn, Ást Fedru og Sjö ævintýri um skömm.  

Nýtt fjölbreytt leikár verður afhjúpað innan skamms en þegar liggur fyrir að fjöldi vinsælla sýninga liðins leikárs snýr aftur, auk frumflutnings á nýjum söngleik, Unnar Aspar og Unu Torfadóttur, Stormur og frumflutnings á Heim eftir Hrafnhildi Hagalín. 

Í tilkynningu frá Menningar- og viðskiparáðunueytinu segir að menningar- og viðskiptaráðherra hafi ákveðið, að undangengnu frammistöðumati og að fenginni umsögn þjóðleikhúsráðs, að nýta endurnýjunarheimild 4. gr. laga um sviðslistir og framlengja skipunartíma þjóðleikhússtjóra. Nýtt skipunartímabil er frá 1.janúar 2025-31.desember 2029.  

„Magnús Geir tók við sem þjóðleikhússtjóri í janúar 2020 og hafði því verið í starfi í tvo mánuði þegar Covid-heimsfaraldurinn skall á með öllum þeim áskorunum sem fylgdu. Þá kom vel í ljós hve vandaður stjórnandi hann er og hefur Magnús Geir reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri sem bæði er vel læs á list og rekstur en starfsemi Þjóðleikhússins er með miklum blóma um þessar mundir,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 

„Magnús Geir hefur sýnt það að hann kann að láta leikhúsið brúa bilið milli hins vinsæla og hins kröfuharða, milli klassískra verka og nýsköpunar, íslenskra verka og erlendra, svo Þjóðleikhúsið rísi undir nafni. Mér finnst því fara vel á því að hann fái tækifæri til að halda starfi sínu áfram“ segir Halldór Guðmundsson, formaður þjóðleikhúsráðs. 

“Ég er fullur þakklætis fyrir það traust sem ráðherra og þjóðleikhúsráð sýna mér á þessum tímamótum.  Ég er stoltur af stöðu Þjóðleikhússins, einstökum starfsmannahópi og þeim ótal mögnuðu sýningum sem hafa hrifið leikhúsgesti á undanförnum árum. Ég hlakka til að halda áfram í þessum einstaka töfraheimi með mínu frábæra samstarfsfólki.  Við eigum skemmtileg og gefandi ár framundan,” segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri 

 

 

 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími