28. Jan. 2021

Lars Norén látinn

Þjóðleikhúsið kveður með djúpri virðingu einn fremsta leikritahöfund Svía, Lars Norén, sem lést sl. þriðjudag, 76 ára að aldri, eftir að hafa veikst af Covid-19 veirunni.

Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Noréns Seið skugganna árið 1993 og Laufin í Toscana árið 2001, auk þess sem leikhúsið stóð fyrir sviðsettum leiklestri á Nóttin er móðir dagsins árið 2003. Alþýðuleikhúsið sýndi leikritið Hræðileg hamingja árið 1992 og Leikfélag Reykjavíkur sýndi Bros úr djúpinu árið 1983.

Lars Norén sendi frá sér fjölda leikrita sem sett hafa verið á svið víða um heim, en hann var jafnframt leikstjóri og ljóðskáld. Þekktasta leikrit hans er Nóttin er móðir dagsins frá árinu 1982, sjálfsævisögulegt leikrit sem er fyrsta verkið í þríleik um fjölskyldu hans, æsku og mótunarár. Norén var listrænn stjórnandi Riksteatern á árunum 1999–2007 og Folkteatern í Gautaborg 2009–2012. Norén hlaut ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín, meðal annars Norrænu leikskáldaverðlaunin, Norrænu verðlaun sænsku akademíunnar, Bellmanverðlaunin og heiðursverðlaun Stokkhólmsborgar.

Myndir úr sýningu Þjóðleikhússins á Laufunum í Toscana, í leikstjórn Viðars Eggertssonar:

 Stefán Jónsson, Valdimar Örn Flygenring, Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Valdimar Örn Flygenring, Stefán Jónsson.

Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir.

Hjalti Rögnvaldsson, Erlingur Gíslason.

Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigurður Skúlason.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími