Kópavogskrónika loks frumsýnd
Daginn sem leikritið Kópavogskrónika var fullæft og leikarar, tæknifólk og listrænir stjórnendur voru að gera sig klár fyrir lokaæfingu var sett á samkombann á Íslandi. Nú, ríflega hálfu ári síðar, er loksins komið að frumsýningu. Kópavogskrónika byggir á samnefndri bók Kamillu Einarsdóttur sem sló í gegn árið 2018. Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverk og leikstjóri er Silja Hauksdóttir en Kópavogskrónika er fyrsta leikstjóraverkefni hennar á sviði. Silja hlaut mikið lof fyrir kvikmynd sína Agnes Joy sem frumsýnd var á síðasta ári. Hinn vinsæli tónlistarmaður Auður semur tónlistina í sýningunni.
Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna hér.