17. Sep. 2024

Grínkjallarinn hefur göngu sína

Grínkjallarinn hefur göngu sína í kvöld en þá breytum við Þjóðleikhúskjallaranum í alvöru uppistandsbúllu og höfum standandi brandara öll fimmtudagskvöld. Það er enginn annar en þjóðargersemin Ari Eldjárn sem vígir sviðið ásamt grínstjórum Kjallarans. Hugleikur Dagsson, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Stefán Ingvar Vigfússon og Þórdís Nadia Semichat grínstjórar koma öll fjögur fram á fyrsta kvöldinu en þau skiptast á að hita upp og kynna á sviðið fleiri eiturfyndna grínista í allan vetur. Meðal gesta sem koma fram í vetur eru auk Ara þau Bergur Ebbi, Saga Garðars, Snjólaug Lúðvíks, Jakob Birgis, Vigdís Hafliða, Vilhelm Neto, Jóhann Alfreð, Rebecca Scott, Inga Steinunn og fleiri og fleiri. Þú heyrir alltaf nýtt grín í Grínkjallaranum.

Kaupa miða
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími