09. Okt. 2024

Fjör á frumsýningu á Eltum veðrið

Það var mikið fjör í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld þegar gamanleikritið Eltum veðrið var frumsýnt. Það vakti kátínu hjá prúðbúnum  frumsýningargestum að við tröppur leikhússins mætti þeim tjaldsvæði þar sem fólk skemmti sér við söng og glens utan við hjólhýsi og kúlutjöld sem hafði verið komið þar fyrir. „Þetta er bara eins og að koma við á þjóðhátíð áður en maður fer í leikhús,” var haft eftir einum frumsýningargesta. Andi þessa gjörnings sveif svo sannarlega yfir vötnum í sýningunni og gestir skemmtu sér konunglega við að fylgjast með vinahópnum takast á við ýmsar áskoranir á tjaldsvæðinu sem blasti við á Stóra sviðinu.

Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson taka lagið með tjaldbúum fyrir utan Þjóðleikhúsið.

Sýningin sjálf hitti svo rækilega í gegn hjá leikhúsgestum sem hlógu sig máttlausa og ekki að sökum að spuyrja; salan hefur verið upp úr þakinu undanfarna daga. Og talandi um það… hví ekki að:

Kaupa miða

Útilegan þar sem allt fer í steik

Skrautlegur vinahópur heldur í sína árlegu útilegu þar sem allt þarf að vera á sínum stað – rétta stæðið fyrir hjólhýsin, moðsteikta holulambið, sándboxið og allt hitt. En nú er samt ekkert eins og það var, því það vantar eina í hópinn. Hver og einn er með sínar hugmyndir um það hvernig eigi að bregðast við nýrri stöðu og hin árlega samkoma vinahópsins tekur óvænta og stórvarasama stefnu. Veit Hjálmar um öskuna? Nær Guðrún að loka stóra málinu? Mun viðhafnarnámið nýtast Andra á toppnum? Þarf að fela vínið fyrir Rögnu? Og er David Clark allur þar sem hann er séður?

Hér má sjá fleiri myndir frá frumsýningu.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími