Draumaþjófurinn tekinn upp fyrir sjónvarp
Sýning Þjóðleikhússins Draumaþjófurinn verður tekin upp í samstarfi við Sjónvarp Símans þann til 5. nóvember næstkomandi, en stefnt er að því að sýningin verði aðgengileg í sjónvarpsveitu Símans á næstunni. Eftir hartnær fimmtíu sýningar er nú komið að leiðarlokum í þessu skemmtilega ferðalagi. Sýningin hefur heillað unga sem aldna; var valin Barnasýning ársins á Grímunni og leiksýning ársins á Sögum, verðlaunahátíð barna.
Okkur þykir rétt að upplýsa þá leikhúsgesti sem eiga miða á seinni sýningu sunnudaginn 5. nóvember að tæknifólk verður að störfum á tveimur stöðum í salnum, en allt verður gert til að lágmarka truflun. HHugsanlegt er að sumir leikhúsgesta sjáist lítillega í endanlegri upptöku versksins líkt og gengur þegar um slíkar upptökur er að ræða. Það er okkur mikið ánægjuefni að geta boðið landsmönnum öllum að njóta verksins í sjónvarpsveitum Símans þegar þar að kemur.
NÁNAR UM SÝNINGU